Föst sýning 15.03.2024 – 15.03.2030
Ævi og áhrif Vigdísar Finnbogadóttur
Opið miðvikudaga til laugardaga
Kl. 13:00- 17:00
Sýningin stendur frá 1. – 8 nóvember.
Í tengslum við viðburðina – Merki og Músík: Morse Kóði í Listum, Tækni og Tónum verða til sýnis á neðri hæð Loftskeytastöðvarinnar verk eftir Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur sem endurspegla kóðun og samskiptahætti á einstakan hátt.
LAUG
24. ágúst
LEIÐSÖGN / 24.08.2024
Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM og fyrrv.forseti Bandalags íslenskra listamanna, gengur með gestum um sýninguna ‚Ljáðu mér vængi‘. Hún segir frá kynnum sínum af Vigdísi og samstarfi þeirra að fjölbreyttum verkefnum.
Sagðar verða sögur úr Iðnó, leikhúsinu við Tjörnina og rakinn aðdragandi þess að Leiklistarskóli Íslands var stofnaður, en þar átti Vigdís hlut að máli. Rifjaðar verða upp minningar af stofnun og starfi Leikminjasafns Íslands, en Vigdís hefur verið verndari safnsins frá stofnun þess. Þá rifjar Kolbrún upp ýmsa merkisviðburði sem hún hefur komið að og tengjast Vigdísi, t.d. undirbúningi að vígslu og opnun Veraldar – Húss Vigdísar.
Leiðsögn með Kolbrúnu Halldórsdóttur frá kl 14:00- 14:45.
Sýningin ‚Ljáðu mér vængi‘ um ævi og störf Vigdísar Finnbogadóttur ásamt sýningunni ‚Dragtir Vigdísar‘ í viðburðarrými Lofskeytastöðvarinnar verður opin frá kl 13:00-17:00.
LAUG
24. ágúst
SÝNING / 24.08.2024
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti okkar, fyllti þjóðina stolti í hvert sinn er hún sótti heim aðra þjóðarleiðtoga eða bauð heim að Bessastöðum góðum gestum.
Sem fyrsti kvenforseti heimsbyggðarinnar braut Vigdís blað á marga vegu. Meðal annars skar hún sig úr í hópi dökkklæddu jakkafata kollega sinna í glæsilegum litríkum drögtum og vakti mikla athygli fyrir fágaða og fallega framkomu.
Okkur langar að kynna fyrir ykkur nokkrar af þessum sögufrægu flíkum og verðum með þær til sýnis frá og með Menningarnótt á jarðhæð Loftskeytastöðvarinnar, 24. ágúst til 7.september.
Um leið gefst tækifæri til að skoða sýninguna Ljáðu mér vængi, ævi og áhrif Vigdísar Finnbogadóttur og hlusta á leiðsögn Kolbrúnar Halldórsdóttur um kynni sín af Vigdísi frá nokkrum sjónarhornum leiklistarinnar.
Sýningin ‚Ljáðu mér vængi‘ um ævi og störf Vigdísar Finnbogadóttur verður opin frá kl 13:00-17:00.
FÖST
30. ágúst
LEIÐSÖGN / 30.08.2024
Kynningardagar fyrir erlenda nemendur eru haldnir í upphafi hvers misseris við Háskóla Íslands. Markmið daganna er að bjóða nemendur velkomna, kynna þjónustu í boði og aðstoða nemendur við að aðlagast nýju umhverfi.
Í tilefni þess ætlar Loftskeytastöðin að bjóða upp á leiðsögn um sýninguna ‘Ljáðu mér vængi’ kl 15:30- 16:30 ásamt léttum veigum í viðburðarrými til kl 17:00.
Sýningin ‚Ljáðu mér vængi‘ um ævi og störf Vigdísar Finnbogadóttur verður opin frá kl 13:00-17:00.
LAUG
14. September
BÓKAMERKJASMIÐJA / 14.09.2024
Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru, sem haldinn er mánudaginn 16. september, ætlum við að bjóða upp á fjölskyldusmiðju laugardaginn 14. september.
Í smiðjunni munum við búa til bókamerki úr þurrkuðum blómum sem vaxa í garðinum heima á sumrin, ásamt því að nýta afskrifaðar bækur og bókakiljur til verksins.
Þetta er tilvalin smiðja fyrir litla lestrarhesta sem vantar bókamerki eða vilja setja í jólapakkann til ömmu og afa.
Tónlist og léttar veitingar verða á staðnum sem gefa kósí stemmningu. Allt efni verður á staðnum.
Frítt er á smiðjuna sem hefst kl.13-14.30, en aðgöngumiði á safnið gildir annars.
Sýningin ‚Ljáðu mér vængi‘ um ævi og störf Vigdísar Finnbogadóttur er opin frá kl 13:00-17:00 miðvd.-laugard.
Hlökkum til að taka á móti ykkur!
FIMT
19. September
SÝNINGAROPNUN / 19.09.2024
Snert á landslagi er vinnutitill yfirstandandi doktorsverkefnis Tinnu Gunnarsdóttur, þar sem áhersla er lögð á að virkja fagurferðilega upplifun í landslagi sem afl til umbóta.
Hugtökin landslag og fagurfræði eru mun dýpri og yfirgripsmeiri en þau virðast við fyrstu sýn. Þau fjalla ekki einungis um ásýnd heldur raunverulega snertingu okkar við heiminn, þar sem maður og landslag mætast og hafa áhrif hvort á annað. Þungamiðja verkefnisins er áralöng tilviksrannsókn í Héðinsfirði á norðanverðum Tröllaskaga, þar sem Tinna beitir meðal annars fjölbreyttum aðferðum hönnunar í þeim tilgangi að skapa snertifleti þar sem þessum tengslum er veitt sérstök athygli.
Tinna Gunnarsdóttir er vöruhönnuður og lærði hönnun í Englandi, Þýskalandi og á Ítalíu og hefur rekið hönnunarstúdíó í Reykjavík frá 1993. Verk hennar hafa verið sýnd víða, bæði hérlendis og á alþjóðlegum vettvangi. Tinna hefur kennt við hönnunardeild Listaháskóla Íslands frá stofnun skólans og var fagstjóri brautar í vöruhönnun frá 2010-13 og prófessor frá 2016-22. Um þessar mundir stundar Tinna doktorsnám í menningarfræði við Háskóla Íslands þar sem hún beinir sjónum sínum að íslensku landslagi og hinum tvíbentu tengslum manns og náttúru á tímum mannaldar.
FIMT
26. September
BÓKAKVÖLD / 26.09.2024
Bókakvöld fyrir bókaorma!
Loftskeytastöðin, menningarmiðstöð Háskóla Íslands, og bókaútgáfan Angústúra standa fyrir tveimur viðburðum í tengslum við bækur úr bókaflokki útgáfunnar á þessu hausti. Fyrri bókin er egypska feminíska klassíkin Kona í hvarfpunkti eftir Nawal El Saadawi og í nóvember ræðum við japönsku skáldsöguna Heaven eftir Mieko Kawakami.
Þann 26.september tökum við fyrir Kona í hvarfpunkti og mun þýðandi bókarinnar Elísa Björg Þorsteinsdóttir ásamt Gauta Kristmannssyni prófessor í þýðingafræðum og Dr. Hodu Thabet sem fjallað hefur í ritum sínum um stöðu kvenna í miðausturlöndum, taka áhugavert og kröftugt samtal um bókina Kona í hvarfpunkti.
Við hefjum leika kl. 20:00 í Loftskeytastöðinni, neðri hæð (gengið inn að aftanverðu), og hvetjum öll áhugasöm að mæta og jafnvel taka þátt í umræðunum. Kaffisopi/te verður í boði hússins.
Einnig hvetjum við ykkur til að fylgjast með okkur inni á vefsíðu Loftskeytastöðvarinnar eða Facebook fyrir fleiri spennandi viðburði sem verða í boði á þessu hausti.
Hlökkum til að sjá ykkur!
LAUG
5. Október
SÝNINGAROPNUN / 05.10.2024
Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á uppboð og einstaka sýningu þar sem allar Bleiku slaufurnar sem framleiddar hafa verið á Íslandi verða til sýnis!
Í Loftskeytastöðinni við Suðurgötu stendur sýningin ‚Ljáðu mér vængi: Ævi og áhrif Vigdísar Finnbogadóttur. Vigdís er verndari Krabbameinsfélagsins og því fer einstaklega vel á að í viðburðarými Loftskeytastöðvarinnar hefur verið sett upp sýning í tilefni af 25 ára afmæli Bleiku slaufunnar á Íslandi. Á sýningunni gefur að líta allar Bleikar slaufur Krabbameinsfélagsins frá upphafi og gefst gestum tækifæri á að kaupa gamlar sem nýjar slaufur.
Opnunarhóf verður haldið hátíðlega laugardaginn þann 5. október kl. 14:00.
Í opnunarhófinu kl. 14:30 verður haldið uppboð á bolum sem átta vinsælir listamenn hafa skreytt og tengjast annaðhvort Bleiku slaufunni eða hinni fleygu setningu Vigdísar Finnbogadóttur: „Ja… það stóð nú aldrei til að hafa íslensku þjóðina á brjósti“. Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélagsins.
Bleika slaufan kom upprunalega til landsins í gegnum heildverslunina Artica árið 2000 og var dreift í verslanir en fólk gat styrkt baráttuna gegn brjóstakrabbameinum með framlögum sem runnu til Krabbameinsfélagsins og Samhjálpar kvenna. Fyrstu árin var Bleika slaufan afar einföld og úr taui en hún festi sig hratt í sessi og var þegar árið 2002 orðið árlegt árveknisátak Krabbameinsfélagsins, sem þjóðin fylkti sér á bak við.
Árið 2007 framleiddi Krabbameinsfélagið í fyrsta sinn sérstaka Bleika slaufu og önnur tímamót urðu árið eftir þegar íslenskur hönnuður átti í fyrsta sinn heiðurinn af Bleiku slaufunni. Frá árinu 2008 hafa íslenskir hönnuðir, í góðu samstarfi við Krabbameinsfélagið, skapað einstaka Bleika slaufu á hverju ári. Í þeim hópi eru okkar færustu hönnuðir og gullsmiðir. Ein undantekning er á þessu, árið 2011, þegar afrískar konur hönnuðu og framleiddu slaufuna og fengu þá í fyrsta sinn laun fyrir sína vinnu.
Á árabilinu 2013 til 2018 stóðu Krabbameinsfélagið og Félag íslenskra gullsmiða fyrir samkeppni um hönnun Bleiku slaufunnar meðal gullsmiða.
Frá 2010 hefur sjónum verið beint að krabbameinum hjá konum í átaki Bleiku slaufunnar, þó brjóstakrabbamein sé ávallt í forgrunni enda algengasta krabbamein kvenna.
→ Sýning Bleiku Slaufunnar stendur frá 5. – 12. Október.
Staðsetning: Loftskeytastöðin menningarmiðstöð, við hlið Veraldar húss Vigdísar, Háskóla Íslands við Suðurgötu.
Uppboð á bolum eftir þekkta Íslenska listamenn hefst kl. 14:30 í opnunarhófinu, laugardaginn 5. október. Þar gefst tækifæri til að styrkja Krabbameinsfélagið á skemmtilegan hátt.
LAUG
5. Október
SÝNINGAROPNUN / 05.10.2024
Listamannaspjall við Halldór Baldursson þann 15. Oktober kl 16:30-17:30, á jarðhæð Loftskeytastöðvarinnar.
Halldór Baldursson er flestum kunnugur sem skopmyndateiknari og hefur hann um árabil teiknað bæði fyrir dagblöð, tímarit og bækur og vakið mikla athygli fyrir frábæran húmor. Umræðuefni viðburðarins er Mastersverkefni Halldórs við listkennsludeild Listaháskóla Íslands sem ber nafnið Hvað nú ?
Myndasöguformið sjálft er hér til skoðunar og hvernig frásagnarmáti þess og myndmál þess nýtist við að koma þekkingu og fróðleik til skila. Aðalframlag Halldórs í verkefninu er byggt á reynslu hans sem höfundur samfélagslegs skops og myndskreyttra bóka af öllu tagi síðastliðin 30 ár. Þannig er verkið líka einskonar listrannsókn þar sem hans eign listsköpun er dregin inn á svið kennslufræðinnar.
Titill verksins Hvað nú? ber með sér spurningu og segja má svarið mótist í framvindu verksins þar til í lokin og að niðurstaða fæst, að menntun bjóði okkur upp á val.
Við fáum Halldór Baldursson til að ræða um bókina og svo mun Ingimar Waage, Hanna Margrét Einarsdóttir og Sveinn Bjarki Tómasson skoða hvernig listin getur verið þáttakandi í miðlun fróðleiks á öllum menntastigum.
→ Frítt er á viðburðin
Sýning á nokkrum verkum Halldórs sem tengjast verkefninu stendur frá 15. – 26. Október.
Staðsetning: Loftskeytastöðin menningarmiðstöð, við hlið Veraldar húss Vigdísar, Háskóla Íslands við Suðurgötu.
Hlökkum til að sjá ykkur!
LAUG
26. Október
BÓKAMERKJASMIÐJA / 26.10.2024
Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin í fjölskyldusmiðju þar sem við munum búa til falleg bókamerki úr þurrkuðum blómum sem vaxa í garðinum á sumrin, ásamt því að nýta afskrifaðar bækur og bókakiljur til verksins.
Þetta er tilvalin smiðja fyrir lestrarhesta á öllum aldri sem vantar bókamerki eða vilja föndra gjafir fyrir jólapakka!
Tónlist og léttar veitingar verða á staðnum sem gefa kósí stemmningu. Allt efni verður á staðnum.
Frítt er í smiðjuna sem hefst kl.13-14.30 og er gengið inn á vesturhlið hússins, en aðgöngumiði á safnið gildir annars.
Sýningin ‚Ljáðu mér vængi‘ um ævi og störf Vigdísar Finnbogadóttur er opin frá kl 13:00-17:00 miðvd.-laugard.
Hlökkum til að taka á móti ykkur!
FÖST
1 – 8 Nóvember
VIÐBURÐUR / 01.11.2024
Íslenskur texti fyrir neðan //
Join a radio amateur discussion, exhibition, and concert where the history and future of Morse code are intertwined! The event takes place at Loftskeytastöðin, the old Telegraph Station on Suðurgata, the first of its kind, established on June 17, 1918, enabling Iceland to connect with the world through wireless communications. In these two events, we explore how Morse code shaped Icelandic telecommunications, its relevance in the age of technology, and how artists interpret it. We recommend you to attend both events.
Program:
Morse – A Living Tradition – November 1, 16:00-17:00.
Icelandic radio amateurs Kristján Benediktsson, Kristinn Andersen, and Sæmundur E. Þorsteinsson will lead a talk on the history and future development of Morse code. At the event space on the ground floor there will be on display a few artworks by Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, where she plays with Morse code in her works, reflecting coding and communication in a unique way.
Concert and Open Workshop – November 8, 15:00-17:00.
The discussion from last week event continues as the Intelligent Instruments Lab (IIL) host a concert and open workshop where PhD students transform Morse code into sound, creating a musical connection to its history and meaning. The workshop provides guests the opportunity to explore the technology and sound art methods linked to Morse code.
→ Admission to events is free
//
Merki og Músík: Morse Kóði í Listum, Tækni og Tónar.
Komdu á radíóamatöra spjall,sýningu og tónleika, þar sem saga og framtíð Morse kóða sameinast á áhugaverðan hátt! Viðburðurinn fer fram í Loftskeytastöðinni við Suðurgötu, sem var fyrst sinnar tegundar, stofnuð þann 17. júní 1918 og gerði landinu kleift að tengjast umheiminum með þráðlausum fjarskiptum. Í þessum tveimur viðburðum skoðum við hvernig Morse kóðinn mótaði íslensk fjarskipti, hvernig hann nýtist á tækniöld og hvernig listamenn túlka hann og hvetjum við ykkur eindregið til að mæta á báða viðburði.
Dagskrá:
Mors – Lifandi hefð – 1. nóvember kl. 16:00-17:00.
Íslenskir radíóamatörar, Kristján Benediktsson, Kristinn Andersen og Sæmundur E. Þorsteinsson, munu hefja spjall og fara yfir sögu og framtíðarþróun Morse kóða. Í viðburðarrýminu á jarðhæð verða til sýnis verk eftir Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur, þar sem hún leikur með Morse kóða og endurspeglar kóðun og samskiptahætti á einstakan hátt.
Tónleikar og opin vinnustofa – 8. nóvember kl. 15:00-17:00.
Afrakstur spjallsins heldur áfram þegar Intelligent Instruments Lab (IIL) býður upp á tónleika og opna vinnustofu, þar sem doktorsnemar hljóðgerva Morse kóða og mynda tónlistarlega tengingu við sögu og merkingu hans. Vinnustofan gefur gestum tækifæri til að skoða tæknina og aðferðir hljóðlistar sem tengjast Morse kóða.
→ Frítt er á viðburðina
Vertu með og upplifðu nýjan vinkil á samspili Morse kóða, listaverka og tæknisögu Íslands.
FÖST
1 . Nóvember
VIÐBURÐUR / 01.11.2024
If you are interested in creating a short Morse code themed piece for the Open mixer performance on the 8th of Nov, come and join Intelligent Instruments Lab for an open lab workshop on the 1st.
They will start at 3pm in their lab in Veröld, House of Vigdís for discussions with our research team and at 4pm head over to Loftskeytastöðin’s event ‘Signals and Sounds’ where radio amateurs and artists will present on the past and future use of Morse code.
See Loftskeytastöðin’s page for more info on the Nov 1st and 8th events: https://fb.me/e/609K62GJO
All are welcome! … . . / -.– .- …. —… -.–.-
FIMT
14. Nóvember
BÓKAKVÖLD / 14.11.2024
Bókakvöld fyrir bókaorma!
Loftskeytastöðin, menningarmiðstöð Háskóla Íslands, og bókaútgáfan Angústúra standa fyrir tveimur viðburðum í tengslum við bækur úr bókaflokki útgáfunnar á þessu hausti. Fyrri bókin er egypska feminíska klassíkin Kona í hvarfpunkti eftir Nawal El Saadawi og í nóvember ræðum við japönsku skáldsöguna Heaven eftir Mieko Kawakami.
Þann 14. nóvember tökum við fyrir Heaven eftir Mieko Kawakami.
..Frekari upplýsingar síðar.
Við hefjum leika kl. 20:00 í Loftskeytastöðinni, neðri hæð (gengið inn að aftanverðu), og hvetjum öll áhugasöm að mæta og jafnvel taka þátt í umræðunum. Kaffisopi/te verður í boði hússins.
Einnig hvetjum við ykkur til að fylgjast með okkur inni á vefsíðu Loftskeytastöðvarinnar eða Facebook fyrir fleiri spennandi viðburði sem verða í boði á þessu hausti.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Safnið er opið ↓
miðvikudaga til laugardaga
frá kl 13:00 – 17:00
Viðburðarými í kjallara ↓
sveigjanlegur opnunartími
sjá í viðburðardagatalinu
AÐGANGSEYRIR / GILDIR Í EITT ÁR
Fullorðnir (18 ára og eldri) 1.950 KR.
67+ & námsfólk 1.150 KR.
Hópar (15+) gjald fyrir einn 1.550 KR.
Börn (yngri en 18 ára), fatlaðir,
& nemendur/starfsfólk Háskóla Íslands FRÍTT
ADMISSION FEE / VALID FOR ONE YEAR
Adults (A person age 18 and older) 1,950 ISK
Seniors & students 1,150 ISK
Groups, (15+) fee per person 1,550 ISK
Children (under the age of 18), disabled people
& students/staff at the University of Iceland FREE ENTRY