LOFTSKEYTASTÖÐIN

Opnunartímar

Miðvikudagur til laugardags 13-17

Vigdís Finnbogadóttir úti á svölum, mannfjöldinn hyllir hana vegna kjörs hennar sem forseti.
Fjölmenni fagnaði Vigdísi Finnbogadóttur að loknu forsetakjöri 1980.
Á sýningunni má sjá listmuni, fatnað, bréf, skjöl og ljósmyndir úr fórum Vigdísar en munirnir eru hluti af gjöf hennar til Háskóla Íslands.

Leiðsögn fyrir hópa

Sýningin Ljáðu mér vængi er tilvalin fyrir vinahópa og/eða til hópeflis. Gjaldfrjálst verður á sýninguna fram í miðjan apríl 2024. 

Boðið er upp á skemmtilega og fræðandi leiðsögn um ævi og störf eins ástsælasta forseta þjóðarinnar. 

Miðað er við 10 manna hóp að lágmarki. Hægt er að panta veitingar fyrir hópinn gegn greiðslu.

Nánari upplýsingar veitir María Theodóra Ólafsdóttir. 
Netfang: mariatholaf@hi.is

Skólahópar velkomnir

Loftskeytastöðin býður nemendur á öllum skólastigum velkomna í fræðslu og leik í skapandi umhverfi við Suðurgötu frá og með haustinu 2024.

Fjölbreyttum og skemmtilegum aðferðum er beitt við að miðla merkilegri ævi og hugðarefnum Vigdísar Finnbogadóttur á sýningunni Ljáðu mér vængi í Loftskeytastöðinni.

Samhliða er boðið upp á skemmtilegt og fræðandi ferðalag um veröld tungumála og þróun þeirra yfir þúsundir ára á sýningunni Mál í mótun í Veröld – húsi Vigdísar.

Hver og einn skólahópur á því að geta fundið sér sína leið til uppgötvunar og náms, hvort heldur í gegnum leiðsögn, smiðju eða hvort tveggja.

Áhersla er á að ná til allra aldurs- og menningarhópa og sem flestra landsmanna með fjölbreyttri dagskrá og fræðandi leiðsögn um sýningarnar.

Vigdís Finnbogadóttir plantar gróðri með fjórum börnum.
Vigdís Finnbogadóttir plantar jurtum með börnum.

Tekið er á móti pöntunum fyrir skólahópa á sérstöku skráningarformi. 

Ath! Skráningarform verður virkt í ágúst 2024.