Vigdis Finnbogadottir situr í stofu. Hún er í dimmbláum kjól með fjólubláa slæðu um hálsinn.
Ljáðu mér vængi - Ævi og áhrif Vigdísar Finnbogadóttur forseta Íslands 1980 - 1996

Ljáðu mér vængi

Ævi og áhrif Vigdísar Finnbogadóttur

Sýningin Ljáðu mér vængi er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar sem starfrækt er undir merkjum UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu Þjóðanna. 

Á sýningunni er ljósi varpað á áhrif Vigdísar Finnbogadóttur jafnt á Íslandi sem og í alþjóðlegu samhengi og þau mál sem hún hefur beitt sér fyrir, bæði sem forseti Íslands og síðar sem velgjörðarsendiherra UNESCO. 

Á sýningunni má meðal annars sjá listmuni, fatnað, bréf, skjöl og ljósmyndir sem eru hluti af gjöf Vigdísar Finnbogadóttur til stofnunarinnar sem við hana er kennd og starfrækt er við Háskóla Íslands.

Félagasamtök, hópar og aðrir aðilar, sem óska eftir leiðsögn um sýninguna, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við forstöðumann Loftskeytastöðvarinnar (mariatholaf@hi.is.)

Um sýninguna Ljáðu mér vængi

Viljayfirlýsing um sýninguna milli stjórnvalda og Háskóla Íslands var undirrituð á samkomu í Hátíðasal Háskóla Íslands sem haldin var í tilefni af 110 ára afmæli háskólans 17. júní 2021.

Háskóli Íslands og Vigdís gerðu enn fremur samning um að Vigdís afhenti skólanum og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur til eignar ýmsa muni úr forsetatíð sinni, svo sem bréf og skjöl, gjafir erlendra þjóðhöfðingja, listmuni og fatnað auk annarra gripa úr einkaeigu sinni.

„Það er einlæg von mín að ýmsir þeir munir, sem hér er um að ræða, veiti í senn innsýn og skilning á íslenskri menningu og sess hennar í sögu og samtíð heimsmenningar. Fátt gæti glatt mig meira en að þessi gjöf gæti veitt ungu fólki innblástur og þekkingu til að átta sig á að enginn er eyland. Við erum hluti af heild, þar sem vits er þörf þeim er víða ratar,“ sagði Vigdís þegar hún afhenti fyrstu munina á athöfninni.

Sýningin verður nátengd starfsemi Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar sem finna má í næsta húsi við Loftskeytastöðina, Veröld – húsi Vigdísar. Vigdísarstofnun er starfrækt undir merkjum UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, og er undirstofnun Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands. Frá árinu 1999 hefur Vigdís Finnbogadóttir verið velgjörðarsendiherra UNESCO í tungumálum.


Sýningarstjóri og sýningarhöfundur

 • Sigrún Alba Sigurðardóttir

Sýningarhönnun

 • Studio Studio
 • Unndór Egill Jónsson 

Ráðgjafahópur

 • Ann-Sofie Nielsen Gremaud

 • Ásdís Rósa Magnúsdóttir
 • Halldóra Jóhanna Þorláksdóttir

 • Kristín Ingvarsdóttir

 • Ólafur Rastrick

Þýðing og prófarkarlestur


 • Anna Yates

 • Hólmar Hólm

 • Ingunn Ásdísardóttir
 • Uggi Jónsson

Sérstakar þakkir fyrir ráðgjöf og aðstoð


Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands, Ana Stanićević, Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Anna Líndal, Auður Hauksdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir, Brynja Hjálmsdóttir, Erla Hulda Halldórsdóttir, Gjörningaklúbburinn, Guðfinnur Sigurvinsson, Guðjón Ketilsson, Irma Erlingsdóttir, Jón Atli Benediktsson, Kristján Steingrímur Jónsson, María Th. Ólafsdóttir, Silja Bára Ómarsdóttir, Sumarliði R. Ísleifsson, Sæunn Stefánsdóttir, Valgerður Jónasdóttir, Ástríður Magnúsdóttir og Vigdís Finnbogadóttir.
Borgarsögusafn Reykjavíkur, Embætti Forseta Íslands, Forsætisráðuneytið, Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, Leikminjasafnið, Listasafn Háskóla Íslands, Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Þjóðminjasafn Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands.